Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Fjölgar á Leirunni
Jæja góðir hálsar, þá er rétt að gera það opinbert að það er von á fjölgun á Fákaleiru 8c. Ekki þar fyrir að það vita þetta orðið flestir en hér með er þetta tilkynnt allri heimsbyggðinni á einu bretti. Já ... nei ... við erum ekki ólétt, við erum bara að fá okkur hund, eða öllu heldur Anna Regína er að fá sér hund og við hin fáum kanski að eiga hann smá. Þetta er enginn smá hundur, er af tegundinni CAVALIER KING CHARLES SPANIEL (hvorki meira né minna) og á að heita Nói. Við reiknum með að fá hann í byrjun júní þó það sé ekki endanlega frágengið. Hér má skoða króann og systkini hans.
Annars verð ég nú að fara að taka mig á í blogginu - þetta gengur ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Skrítnir þessir bankar
Jæja nú er langt um liðið síðan kallinn bloggaði síðast. Það er ekki vegna uppgjafar við orð Sigurðar félaga míns heldur er hér um að kenna miklu annríki á ýmsum vígstöðvum.
Ég sagði ykkur frá því hér um daginn að ég fékk ítrekað símtöl frá banka einum sem vildi ólmur fá mig í viðskipti. Eftir miklar og langar yfirheyrslur, sem voru víst allar hljóðritaðar, ákvað ég að slá til og stofna til viðskipta í þessum ágæta banka. Skömmu síðar barst mér svo bréf frá þessum sama banka þar sem mér var tjáð að því miður sæi hann sér ekki fært að taka mig í viðskipti að svo stöddu. Engar frekari skýringar fylgdu bréfinu en ég geri ráð fyrir að ég hafi annaðhvort skuldað of mikið einhversstaðar eða ekki átt þær miklu fúlgur sem bankinn vonaðist til. Daginn eftir að þetta bréf barst fékk ég annað bréf frá öðrum banka, sem er ekki minn viðskiptabanki, þar sem mér var tjáð að ég ætti hjá þeim loforð fyrir bílaláni. Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessu og þori hreinlega ekki að láta reyna á loforðið af ótta við að það standist svo ekki þegar á hólminn er komið.
Skrítnir þessir bankar!
Bloggar | Breytt 26.4.2007 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Bloggmella
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Aldrei of seint
Þessi frétt sannar það í eitt skipti fyrir öll að það er aldrei of seint að vinna stórsigra á íþróttasviðinu. Þeir sem fylgst hafa með þessari bloggsíðu vita að sá sem hér skrifar slasaðist lítillegar í íþróttum á dögunum og er enn að glíma við þau meiðsl. Ég hef ekki treyst mér til að spila badmintin síðan ég lenti í óhappinu en hef hinsvegar dregið fram reiðhjólið og golfsettið og brúkað hvort tveggja töluvert síðustu vikur. Ég hef ekki ennþá unnið stórsigra í íþróttun en þarf greinilega ekki að örvænta því ég hef nú rúm 60 ár til að toppa Elsie McLean.
102 ára kona fór holu í höggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Hryðjuverk bankanna
Ég lenti í svona yfirheyrslu á dögunum. Ég fékk fyrsta símtalið frá Kaupþingi þegar ég var úti London á dögunum, var að ráfa um einhverstaðar í Chinatown, búinn að fá mér einn eða tvo öllara og bað bankamanninn vinsamlegast að hringja síðar. Svo hringði hann nokkrum sinnum þegar ég var kominn heim og hélt miklar og langar ræður um það að Kaupþing væri æðislegasti bankinn á Íslandi í dag. Ég lét loks til leiðast og ákvað að prófa að stofna til viðskipta í þessum banka. Um leið og ég hafði sagt "BINGÓ" hófst þessi bráðskemmtilega yfirheyrsla sem bæði ég og bankamaðurinn hlógum að. Við pössuðum okkur þó báðir að fara ekki fyrir strikið í gríninu því hann hafði tjáð mér í upphafi allra þessara símtala að þau væru hljóðrituð vegna einhverra gæða- og öryggisstaðla í bankanum. Það var semsagt svona hálfgerð mafíulykt af þessu öllu saman.
En þegar talað er um banka og hryðjuverk í sömu fréttinni þá dettur mér nú fyrst í hug að íslensku bankarnir séu í raun að fremja hryðjuverk á landanum. Vaxta- og þjónustugjaldapíningin sem viðgengst í þessu landi á sér nánast hvergi hliðstæðu í heiminum og er ástæða erfiðleika margra heimila og fyrirtækja í fjármálum. Svo ekki sé nú talað um bölvaða verðtrygginguna sem er eins og kjarnorkusprengja í höndum hryðjuverkamannanna.
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Sigurgangan hafin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Var ekki hjólið bara bremsulaust?
Pirruð kona, handleggsbrotin lögga og lasinn hjólreiðamaður. Vantar ekkert nema Súperman eða Línu Langsokk til að bjarga málunum Annars er ekki hlægjandi að þessu, svonalagað er auðvitað ekkert grín.
Hjólaði niður lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Á virkilega að hleypa öllum þessum lesbíum inn í landið!
Þær eru að sjálfsögðu velkomnar mín vegna eins og aðrir sem hingað vilja koma, en manni hefði ekkert komið á óvart þó einhverjir hefðu viljað banna svona stórum hópi af samkynhneigðum konum að koma inn í landið í einu lagi. Alveg eins og klámráðstefnufólkinu var bannað að koma á dögunum. Ég er ekki að segja skoðun mína á lesbíum eða klámi, og hvað þá að ég sé að tengja það tvennt saman á einhvern hátt. Er bara að benda á fáráðnleika þess að taka svona hópa fyrir og meina þeim að koma til landsins á einhverjum ímynduðum forsendum.
En þetta blakmót verður örugglega alveg stórskemmtilegt og vonandi láta allir "sinnar" það óáreitt
Evrópskar lesbíur keppa í blaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Skrítið veðurfar
Sendibíll fauk af vegi og Norræna slitnaði frá bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Bongóblíða um helgina
Já það er ekki orðum aukið að það var bongóblíða á stór-Hornafjarðarsvæðinu um helgina. Í gær fórum við stórfjölskyldan í smá útivist. Byrjuðum á því að keyra inn í Laxárdal í Nesjum, inn að gili sem heitir víst Þverárgil hvar Þverá rennur þvert á Laxána. Þar gengum við upp og ætluðum á "leynistað" sem dæturnar eiga ásamt ömmu og afa og oft hefur verið talað um. Það er skemmst frá því að segja að við komumst ekki alla leið á þennan merkilega stað sökum vatnavaxta í Þverá. Veðrið var hinsvegar svo gott að við röltum í rólegheitum til baka, tíndum steina og nutum sólarinnar.
Að því loknu var rennt upp í Lón en eins og fastir lesendur þessarar bloggsíðu vita er það sumarbústaðaland Hornfirðinga og þar eigum við einmitt smá afdrep. Ekki sumarbústað í eiginlegri merkingu, heldur lóð og draum um sumarbústað. Reyndar stendur þar mjög merkileg bygging sem kallast Grænahöllin, eftir frægri verbúð sem var og hét hér á Höfn, en það er nú önnur saga. Uppi í Lóni var 15 stiga hiti sól og logn og útilegu-sumarbústaða-fiðringurinn gerði verulega vart við sig. Við sátum góða stund á pallinum við Grænuhöllina og fengum okkur kaffi, kók og bakkelsi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar