Skrítnir þessir bankar

Jæja nú er langt um liðið síðan kallinn bloggaði síðast.  Það er ekki vegna uppgjafar við orð Sigurðar félaga míns heldur er hér um að kenna miklu annríki á ýmsum vígstöðvum.

Ég sagði ykkur frá því hér um daginn að ég fékk ítrekað símtöl frá banka einum sem vildi ólmur fá mig í viðskipti.  Eftir miklar og langar yfirheyrslur, sem voru víst allar hljóðritaðar, ákvað ég að slá til og stofna til viðskipta í þessum ágæta banka.  Skömmu síðar barst mér svo bréf frá þessum sama banka þar sem mér var tjáð að því miður sæi hann sér ekki fært að taka mig í viðskipti að svo stöddu.  Engar frekari skýringar fylgdu bréfinu en ég geri ráð fyrir að ég hafi annaðhvort skuldað of mikið einhversstaðar eða ekki átt þær miklu fúlgur sem bankinn vonaðist til.  Daginn eftir að þetta bréf barst fékk ég annað bréf frá öðrum banka, sem er ekki minn viðskiptabanki, þar sem mér var tjáð að ég ætti hjá þeim loforð fyrir bílaláni.  Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessu og þori hreinlega ekki að láta reyna á loforðið af ótta við að það standist svo ekki þegar á hólminn er komið.

Skrítnir þessir bankar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband