Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 21. mars 2007
London
Jæja góðir hálsar, þá er maður bara kominn heim frá London. Ég ætlaði nú að blogga eitthvað þarna úti en ákvað svo að þetta yrði tölvu- og internetlaus ferð því maður situr jú yfir slíku alla daga. Annars var þetta snilldar ferð, borðuðum mikið af góðum mat og drukkum slatta af víni og bjór og áttum góðar stundir með ferðafélögunum þeim Braga, Valdísi, Óla og Heiðu. Ég ætla ekki að skrifa tæmandi ferðasögu núna en á kanski eitthvað eftir að blogga um þetta á næstunni. Tvennt stendur uppúr eftir ferðina. Annars vegar var það sýningin Mamma Mia sem var vægast sagt frábær. Ég fylgdis álíka mikið með hljómsveitinni og ýmsum tæknilegum atriðum í sambandi við sýninguna eins og sýningunni sjálfri en þetta var stórkostlega skemmtum og eins fagmannlegt í alla staði eins og hægt er að hafa það. Hitt sem stóð uppúr var marokkóski veitingastaðurinn Pasha. Ég á í sjálfu sér engin orð til að lýsa þeim stað, maturinn var frábær og allt umhverfi ævintýri líkast. Mæli með þessum stað ef fólk á leið til London.
Til gamans set ég inn eina símamynd úr ferðinni en hún er tekin á kínverskum veitingastað í Chinatown, sennilega á föstudagskvöldið. Þarna má sjá frá hægri Valdísi og Braga og svo að sjálfsögðu hana Rögnu mína. Þarna var mikið etið og drukkið og spjallað og hlegið og ég veit ekki hvað og hvað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Að bregða undir sig betri fætinum
Ég skrifaði um daginn um íþróttagreinina Lífsgæðakapphlaup og hvað hún væri stórhættuleg öllum sem hana stunduðu. Í sömu grein kom fram að ég hef sjálfur stundað badminton í vetur og var reyndar að mæla með að menn hættu að stunda áðurnefnt kapphlaup og skelltu sér frekar í hnitið.
Í gær var hörku badmintonæfing í Mánagarði eins og alltaf á þriðjudögum. Þar mættu þessir helstu snillingar eins og Valdi Einars, Páll sýslumaður Brói o.fl. Æfingin fór vel af stað, svitadroparnir létu ekki á sér standa, hraðinn var mikill og menn voru jafnvel farnir að slá tvær flugur í einu höggi. En svo gerðist það í miðjum leik með Páli Björnssyni sýslumanni að eitthvað small í hægri fætinum á mér. Ég hélt fyrst að sólinn á skónum mínum hefði farið í sundur en þegar ég sá að hann var stráheill fékk ég ægilegan verk í ilina.
Nú það er skemmst frá því að segja að nú stjákla ég um með tvær hækjur mér til aðstoðar. Eitthvað í ilinni (sem ég man ekki hvað heitir á latínu) slitnaði eða tognaði og get alls ekki stigið í hægri fótinn. Óneitanlega setur þetta smá strik í reikninginn með Londonferðina en það má kanski segja að nú geti ég í orðsins fyllstu merkingu brugðið undir mig betri frætinum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. mars 2007
Líklegur brúðgumi
Af því að það hefur aðeins verið talað um græna grasið hér á þessari bloggsíðu þá sannar þessi frétt sennilega í eitt skipti fyrir öll að gras getur verið misgrænt. Hér á Íslandi er fólk t.d. alls ekki sammála um hvort samkynhneigt fólk megi giftast eða ekki en á Indlandi virðist ekki skipta máli hvort fólk er lífs eða liðið þegar um brúðkaup er að ræða. Sjálfsagt eru Indverjar álíka hissa á nautakjötsáti okkar Íslendinga því á Indlandi eru kýr jú heilagar og éta sennilega grænasta grasið sem fyrirfinnst.
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum
Giftist líki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. mars 2007
Jahérnahér
Sex teknir fyrir hraðakstur á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. mars 2007
Viðbrögð
Helgin afstaðin og stutt í Lundúnaferð okkar hjóna. Förum suður á miðvikudagskvöld og út á fimmtudag. Þetta verður flott, rólegt og gott. Þetta er í raun matarklúbbsferð þannig að við förum með Valdísi og Braga og hittum svo Óla og Heiðu úti en þau koma frá Svíþjóð. Ég efast ekki um að þetta verði skemmtilegt og græna grasið muni verða alsráðandi
Ég lenti á Kúttmagakvöld hjá Lions á um helgina. Ætlaði nú ekkert að fara en ákvað á síðustu stundu að skella mér. Þetta var náttúrulega algjört karlrembupartý en það sem stóð uppúr var maturinn. Ég veit ekki hvað margar tegundir af allskonar fiskréttum, hver örðum betri. Síðan tók við general bjórþamb og röfl fram eftir nóttu þannig að maður var frekar þreyttur í gær.
Ég er annars mjög ánægður með að vera farinn að fá viðbrögð hér á blogginu. Fólk að skrifa í gestabókina og kommentera færslur. Það er gaman - endilega gera meira af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. mars 2007
Hann á afmæli í dag ...
Bin Laden fimmtugur í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. mars 2007
Laugardagar
Jæja þá er kominn laugardagur og ég mættur í vinnuna. Ákvað að teygja aðeins á heilanum og skrifa eina stutta bloggfærslu áður en ég hefst handa. Það er svo merkilegt með laugardaga að þeir eru alveg frábærir vinnudagar. Það er svo mikill friður og ró og gott næði til að gera allskonar hluti sem maður hefur hummað fram af sér alla vikuna. Á þessari mynd má t.d. sjá hvernig vinnuaðstaðan lítur út eftir vikuna - allt í drasli! En svona laugardagsmorgnar eru einmitt tilvaldir til að kippa svona óreiðu í liðinn og það ætla ég mér að gera einmitt núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Kapphlaup
Flestar íþróttir eru hollar fyrir líkama og sál, um það eru sennilega flestir sammála. Í vetur hef ég t.d. sjálfur stundað badminton í góðra vina hópi og hef haft mjög gott af bæði andlega og líkamlega. Í badminton, eins og reyndar í flestum öðrum íþróttum, felst töluverð keppni og þó menn spili sér mestmegnis til gamans og jafnvel megrunar þá fær keppnisskapið að njóta sín til hins ítrasta og útrásin er gífurleg.
Ég veit hinsvegar um eina íþrótt sem töluvert er stunduð af okkur Íslendingum, og örugglega fleiri þjóðum, sem er mjög óholl bæði fyrir líkama og sál. Þessi grein gengur út á að keppendur bera sig og sínar aðstæður stöðugt saman við aðra keppendur og þeirra aðstæður. Leikurinn er síðan drifinn áfram af öfund og óánægju og eru keppendur í stöðugri leit að grænna grasi. Flestir tapa í þessari íþrótt og reyndar geta þeir einir talist sigurvegarar sem hætta keppni.
Þessi íþróttagrein kallast í daglegu tali LÍFSGÆÐAKAPPHLAUP og eins og áður sagði kannast sennilega flestir Íslendingar við að hafa keppt í henni einhverntíma. Fólk leggur náttúrulega mismikið á sig í keppninni, sumir kaupa stóra jeppa, sumir kaupa húsbíla og sumir flytja jafnvel til annara landa í leit að grænna grasi.
Ég neita því ekki að ég hef stundað þessa íþrótt eins og flestir Íslendingar. Ég ætla mér hinsvegar að komast í hóp sigurvegara í þessari stórhættulegu íþróttagrein og stefni nú að því hörðum höndum að hætta keppni. Ég skora á þá sem þetta lesa að gera slíkt hið sama og fara í staðinn t.d. að spila badminton.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Ísland, best í heimi!
Jæja þá er það heila-morgunleikfimin. Ég datt niður á þann ansi sniðuga fídus á mbl.is í gær að hægt er að blogga um fréttir sem þeir birta. Þessi frétt um heimsmetstilraun mentskælinga á Ísafirði finnst mér sniðug og ég vona innilega að þeim takist að setja þetta heimsmet. Hinsvegar finnst mér þetta er nú háfl fíflaleg "grein" til að setja heimsmet í en það má kanski segja að öll athygli sem svona landsbyggðarskóli fær sé af hinu góða fyrir hann og ég reikna með að það sé nú einmitt það sem þetta snýst um hjá þeim.
Mér dettur í þessu sambandi í hug smá atvik sem gerðist þegar ég var ungur drengur í Heppuskóla. Í kjölfar könnunar á tóbaks- og vímuefnanotkun nemenda í grunnskólum landsins kom í ljós að í Heppuskóla reyktu flestir nemendur hlutfallslega á landsvísu (þetta gamla góða "miðað-við-höfðatölu"). Þetta vakti það mikla athygli að einhver útvarspmaður hafði samband við skólann og tók viðtal við einn nemandann um málið. Og þegar nemandinn var spurður hvað honum finndist nú um að skólinn hans væri sá skóli á landinu þar sem mest væri reykt, svaraði hann hróðugur: "Tja, er ekki gott að vera bestur í einhverju?"
Menntskælingar reyna að slá heimsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Tannlæknafóbía
Ég var einusinni skíthræddur við tannlækna. Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeim aldri sem maður er að missa barnatennurnar, lenti ég í því að fullorðins-framtennurnar í efrigóm voru óeðlilega lengi að koma í ljós. Ég var tannlaus og essss-mæltur í heilt sumar í sveitinni og þegar ég kom heim um haustið fór mamma með mig til Sigga Tann í skoðun. Ég fékk tíma stuttu síðar þar sem kallinn ætlaði að skera fyrir framtönnunum. Ég hef nú sennilega ekki haft mikið vit á því hvað hann ætlaði að fara að gera og því síður áhyggjur en þegar hann rak framan í mig hnífinn og sagði "Sjáðu, hann er alveg flugbeittur. Ég er búinn að vera að brýna hann í alla nótt!" stífnaði ég allur upp og varð alveg skíthræddur. Eftir þetta var ég með þvílíka tannlæknafóbíu sem fór ekki af mér fyrr en ég komst nær viti og árum og áttaði mig á því að þetta hafði verið ákveðin hughreysting hjá Sigga og hann vildi bara láta mig vita að ég finndi ekki fyrir aðgerðinni því hnífurinn væri svo beittur.
Kanski hefur þessi vesalings fangi lent í einhverju svipuðu - hver veit.
Fangi strauk frá tannlækninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar