Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Teygjuæfingar fyrir heilann
Eins og á þessari bloggsíðu má sjá er hún tiltölulega ný af nálinni. Ég játa það hér með að ég hef reynt þetta áður með litlum árangri og verð því einnig að játa að ég hef ekki almennilega trú á sjálfum mér í þessu bloggveseni. Samt er ég nú hér að setja inn enn eina færsluna og finnst þetta bara gaman. Það kemur stundum fyrir hér á Galdrakontórnum að verkefni klárast en einhverra hluta vegna eru alltaf til staðar önnur sem taka við, sem er auðvitað mjög gott því annars hefðum við ekkert að gera ;) Það skapast hinsvegar oft laus tími frá því að verk klárast og þar til næsta byrjar. Þetta er ekki langur tími en það er mjög mikilvægt að nota hann vel. Hann getur t.d. nýst til að standa upp og fylla á kaffibollann, eða til að fara á prívatið, eða til að spjalla örstutt við vinnufélagana. Svo datt mér í hugt að skrifa hér smá bloggfærslu og vita hvort slíkt gæti ekki virkað eins og teyjuæfing fyrir heilann, þ.e.a.s. að hugsa í örstutta stund um eitthvað annað en vinnuna. Það er aldrei að vita nema ég bloggi eitthvað stutt næstu daga til að ná fram niðustöðu í málinu og er þá óvíst hvaða vit verður í því bloggi. Niðurstöðuna mun ég svo kynna hér á þessari síðu þegar hún liggur fyrir.
Annars er allt gott að frétta, einhverjir virðast lesa bloggið en mér finnst skrítið að enginn skuli gera athugasemdir við neitt sem ég skrifa. Einnig finnst mér skrítið að enginn skuli skrifa í gestabókina mína þannig að ég hef ekki hugmynd um hverjir eru að lesa þetta bull.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Enn meiri blús
Ekkert blogg í gær, þannig að það er best að byrja daginn á einhverju smávegis. Ég á alveg eftir að klára að tjá mig um Norðurljósablús 2007 sem er ennþá mjög ofarlega í huga mínum. Ég held ég hafi náð að sjá eitthvað af öllu sem fram fór og hér kemur örstutt lýsing á því sem fyrir augu mín og eyru bar:
Bergþór Smári var mjög góður og eiginlega betri en mig minnti hann vera. Hann stóð sig mjög vel einn á fimmtudaginn og frábærlega á föstudaginn með krökkunum og ekki versnaði það þegar félagar hans í Mood bættust í hópinn.
Söngkonan Fanney og gítarleikarinn sem ég man ekki hvað heitir (og því síður hvað þau kölluðu dúettinn) voru stórskemmtileg. Komu inn í dagskrána á síðustu stundu sem ákveðin redding út af veðrinu sem gerði okkur skráveifu.
Mæðusveitin Sigurbjörn lék nokkur lög á föstudagskvöldið og var alveg stórgóð. Hún var alveg jafngóð kvöldið eftir ef undan er skilinn dauðadrukkni hljómborðsleikarinn sem skemmdi töluvert fyrir en varð þó mest sjálfum sér til skammar.
Park projekt var einstök upplifun. þarna fór hver snillingurinn af öðrum hamförum um hljóðfærið sitt. Pálmi Gunnars á bassa, Gulli Briem á trommur, Agnar Már á píanó og Kristján Edelstein á gítar. Hvað viljiði hafaða betra? Rúsínan í pylsuendanum var svo söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir. Það er ótrúleg söngkona og eins og Einar Bárðar sagði svo skemmtilega: Maður þarf nú að vera bæði blindur og heyrarlaus til að hafa ekki gaman af henni.
Jump4Joy voru önnur upplifun. Hvorki betri né verri en Park Project, bara öðruvísi. Þetta eru miklir snillingar og alveg stórskemmtilegir eða eins og einhver spekúlantinn orðaði það: "Þeir eru klárlega ekki þunglyndir þessir."
Grasrætur fannst mér mjög góðir. Sá reyndar ekki nema 3-4 lög með þeim en þetta voru mjög vel spilandi strákar, vel æfðir og flottir. Ég kíkti á þá seint á laugardagskvöldið og fannst heldur mikill hávaði í þeim. Það getur líka verið að þreytan hafi verið farin að segja til sín eftir at helgarinnar.
VAX strákarnir klikka nú ekkert. Sá rétt byrjunina á þeirra giggi en þeir héldu víst uppi stuði til rúmlega 4 á Kaffi Horninu. Ég nennti ekki að vera svo lengi á fótum, var alveg búinn eftir helgina.
Barnakór Hornafjarðar var með skemmtilega innkomu í hátíðina. Flutti fjögur blúslög við undirleik Mæðusveitarinnar Sigurbjörns. Þetta er til marks um áhrifin sem þessi blúshátíð hefur á samfélagið okkar.
Blúsdjammið klikkaði ekki frekar en í fyrra. Tók töluverðan þátt í því sjálfur og skemmti mér konunglega. Sæmi, Raggi, Garðar, Bjartmar, Siggi Guðna, Hulda Rós, Ragga og allir sem ég gleymi sem tóku lagið; þetta var GAMAN. Eini gallinn var kanski sá að eftirá að hyggja voru þarna menn sem mér skilst að hafi langað að vera með en ekki "þorað" einhverra hluta vegna. Það vantaði kanski að einhver ýtti á menn að taka þátt.
Hananú, þetta voru loka orð mín um blúshátíð hér á þessu bloggi í bili a.m.k. Það hefur ekki verið formlega rætt í stjórn Hornfirska skemmtifélagsins en mér heyrist menn nú þegar vara farnir að plana Norðurljósablús 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Meiri blús
Jæja þá er þessi mikla blúshelgi á enda. Þetta var nú meiri snilldin! Ég er búinn að vera að reyna að í allan dag að lýsa ótrúlegu mómenti sem átti sér stað kl. c.a. 1:05 í gærkvöldi í Sindrabæ þegar Jump4Joy og Mood voru komin í allsherjar blúsjamm auk Önnu Lilju trompetleikara. Mér hefur hinsvegar ekki tekist að koma neinum vitlegum orðum yfir þessa ótrúlegu upplifun. Þetta var svona móment sem er ekki hægt að lýsa en þeir sem voru á staðnum vita hvað ég er að tala um.
Það er líka erfitt að lýsa tónleikum Jump4Joy, en þeir héldu tónleika fyrir troðfullu húsi í gærkvöldi og svo aðra seinnipartinn í dag fyrir mjög þéttsetnu húsi einnig. Þetta eru ósviknir snillingar og eins og Sigurður Mar félagi minn orðaði það svo skemmtilega í kynningu sinni í dag: Sambland af uppistandi, leikriti og tónlist! Mér heyrðist þeir félagar vera mjög sáttir með heimsókn sína hingað til Hornafjarðar þegar við kvöddumst seinnipartinn í dag og ég held að flestir Hornfirðingar hafi einnig verið mjög sáttir með heimsókn þeirra hingað.
Svona í lokin langar mig að þakka öllum sem komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt kærlega fyrir frábæra helgi. Tónleikagestir, starfsfólk og tónlistarfólk, þetta var MAGNAÐ HELVÍTI!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2007
Blús
Jæja, þetta er allt að koma hjá mér með bloggið - ekki nema tveir dagar síðan síðast. En það er ekki nokkur sála að lesa þetta hjá mér, enda er það kanski ekki aðalmálið. Ég hef heyrt að það sé öllum holt að tala ofurlítið við sjálfan sig, þannig nær maður að kynnast sjálfum sér betur .... eða þannig.
Annars er mikill blús í lífi mínu núna. Ekki svo að skilja að ég sé eitthvað niðurdreginn eða svoleiðis heldur er nú í gangi hin magnaða blúshátíð Norðurljósablús 2007 og ég er einn af þeim fjölmörgu sem koma að því að gera hana mögulega. Það var pínu stress í gær því aldrei slíku vant gerði kolvitlaust veður hér í himnaríkinu Hornafirði. Það gerði það að verkum að Blúsmenn Andreu og Hljómsveitin Kentár ásamt Björgvin Gíslasyni komust ekki til okkar að spila. Þeirra var auðvitað sárt saknað en við gerðum auðvitað bara gott úr þessu og málin leystust farsællega. Hljómsveitin Grasrætur spilaði á Víkinni og Beggi og Mood á Kaffi Horninu og þau bönd klikkuðu sko ekki frekar en fyrridaginn. Pálmi Gunnars og félagar í Park Projekt börðust í gegnum veðrið, bæði frá Reykjavík og Akureyri, og gerðu all svakalega tónleika í Sindrabæ. Af því að ég er svo nýbyrjaður að blogga þá ætla ég ekki einu sinni að reyna að lýsa þessum tónleikum neitt frekar hér, þeir voru bara æðislegir í alla staði. Þeim seinkaði að vísu aðeins vegna veðursins þannig að á undan léku heimamennirnir í Mæðisveitinni Sigurbirði og þeir voru bara mjög flottir. Einnig dúkkaði upp söngkona sem heitir Fanney og með henni gítarleikari sem ég man ekki hvað heitir. Þau voru mjög skemmtileg og gerðu góða lukku.
Semsagt, blúshátið komin vel af stað og dagurinn í dag lofar góðu. Jump4Joy mætt á svæðið, Mood, Grasrætur og Sigurbjörn í sjóheitum blúsfíling síðan í gær og allt í lukkunnar velstandi.
(Nú er bara spurning um hvenær næst verður bloggað)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Þetta gengur ekki!
Það gengur ekkert að blogga. Reyndar skil ég ekki fólk sem getur bara bloggað og bloggað dag eftir dag. Ég hef bara ekki sjálfsaga í svoleiðis lagað, eða kanski er tjáningarþörfin bara í svo miklu lágmarki. Nema ef vera skildi að ég fái bara næga útrás fyrir tjáningarþörfina á öðrum vettvangi, maður er svosem alltaf rífandi kjaft við einhverja einhversstaðar.
Annars ætti nú ekki að vera vandamálið að blogga eitthvað þessa dagana. Nóg um að vera, blúshátíð og allt mögulegt. Var að koma heim af fyrstu tónleikunum sem voru bara fjandi fínir. Bergþór Smári bara mjög góður en tónleikagestir hefðu mátt vera lítiðeitt fleiri. Svo byrjar fjörið bara kl 10 í fyrramálið þegar Beggi ætlar að spila fyrir grunnskólakrakkana. Kl. 15:30 verður blúsmóment í Miðbæ þegar Nettó afhendir okkur í Hornfirska skemmtifélaginu veglegan peningastyrk - ekki veitir nú af í öllum þessum blúslátum. Síðan er blúsdjamm í Sindrabæ kl. 16 og svo bara blús um allan bæ langt fram á nótt. Held þetta verði magnað þó það sé auðvitað pínu stress yfir þessu öllu saman; virka nú allar græjur, mæta einhverjir á tónleikana o.s.frv. o.s.frv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Vegna fjölda áskorana...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar