Biblían á 100 og eitthvað mínútum

Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til að lesa Biblíuna í gegnum árin en aldrei komist mjög langt í þeirri ágætu bók.  Ég hef nú reyndar aldrei verið mikill lestrarhestur en einhverra hluta vegna fæ ég stundum þá flugu í höfuðið að kynna mér betur það sem Biblían inniheldur.  Þegar ég var á leið til London um daginn rakst ég á bók í fríhöfninni sem heitir "Biblían á 100 mínútum" og er einhverskonar skyndi útgáfa af hinni helgu bók.  Ég hugsaði mér heldur betur gott til glóðarinnar og hugðist nú fullnægja öllum mínum Biblíuþörfum í eitt skipti fyrir öll.  Ég reiknaði það út að ferðin til London tæki u.þ.b. 180 mínútur þannig að ég hefði góðan tíma til að lesa þessa ágætu bók ásamt því að "njóta" matarins í flugvélinni og jafnvel að fá mér einn lítinn bjór.  Nú svo ef flugið út entist mér ekki til að lesa bókina þá væri einfalt mál að klára hana á heimleiðinni.  Um leið og ég var sestur og búinn að spenna beltið hófst lesturinn.  Athyglin var þó trufluð af og til af samferðafólki mínu sem var að koma sér fyrir allt í kringum mig í flugvélinni með allskonar brussugangi.  Meira að segja flugfreyjan truflaði þennan heilaga lestur þegar hún opnaði hólfið fyrir ofan mig og út hrundi bunki af einhverjum neyðarbæklingum sem þar voru geymdir.  Hún baðst margfaldlega afsökunar en þar sem ég var kominn í þennan kristilega gír datt mér ekki í hug að æsa mig yfir þessu óhappi.

Það er skemmst frá því að segja að hvorki flugferðirnar til né frá London dugðu til að lesa Biblíuna á 100 mínútum.  Hún er reyndar ólesin á náttborðinu hjá mér ennþá.  Ég gríp hana þó af og til en kemst aldrei neitt áfram í henni.  Athyglin fer bara út um hvippinn og hvappinn og ég er farinn að halda að mér sé bara ekki ætlað að lesa Biblíuna.  Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég er búinn að eyða miklum tíma í þennan lestur en það eru ábyggilega 100 og eitthvað mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Ef þú telur saman mínúturnar - þangað til þú ferð að dotta yfir henni aftur þá nærðu 100. Kannski.

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 17:57

2 identicon

He he he ... þetta var fyndið ... ég hef sko ALDREI komið hingað innáður og er ekki bara vinur minn að skrifa um mína uppáhaldsbók.

Mikið skil ég þig Heiðar minn ... belive me ... ég á þessa litlu hentugu HRAÐ-lestrarbók líka .... humm humm... og hún er líka á náttborðinu hjá mér... já eða bara komin undir rúm.

Ég hef reyndar lesið talsvert í hinni Heilögu ritningu ... enn verð að viðurkenna að ég er sko EKKI búin með hana alla. Ég er búin að rúlla fram og aftur í gegnum nýjatestamentið, sálmana og orðskviðina (sem bæ ðe wei eru SNILLD) en á eftir talsvert í ðe óld testament.

Ég hvet lesendur þessara lína til þess að þegar tekið er til við biblíulesturinn ... að gera ekki eins og ÉG gerði ... byrjaði á 1 mósebók og þar með BRÆDDI í mér heilann... heldur á byrja frekar á Lúkasar eða Jóhannesarguðspjalli... það er mun léttara efni.

Og Heiðar ... Ég trúi því að Guð hafi sent mig hingað inní dag til að hvetja þig áfram við lesturinn.... þú veist... Hann fylgist með þér:)

Og ég er svo stolt af þér að eyða meira en 100 mínútum í að REMBAST í gegnum þetta rit ... þú gerðir mun betur en ég .. ég entist um 10 mín.

Þessum 100 mínútum var vel varið... við eyðum oft 120 mínútum ,án erfiða, fyrir framan leiðinlegt sjónvarpsefni sem skilur ekkert eftir sig nema spurninguna ... af hverju í Ósköpunum eyddi ég nú tíma mínum í þessa mynd???

He he he .... við erum skondin sköpun öll sömul ...

 Guð blessi ykkur, kveðja Matta

Matta (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband