Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Fjölgar á Leirunni
Jæja góðir hálsar, þá er rétt að gera það opinbert að það er von á fjölgun á Fákaleiru 8c. Ekki þar fyrir að það vita þetta orðið flestir en hér með er þetta tilkynnt allri heimsbyggðinni á einu bretti. Já ... nei ... við erum ekki ólétt, við erum bara að fá okkur hund, eða öllu heldur Anna Regína er að fá sér hund og við hin fáum kanski að eiga hann smá. Þetta er enginn smá hundur, er af tegundinni CAVALIER KING CHARLES SPANIEL (hvorki meira né minna) og á að heita Nói. Við reiknum með að fá hann í byrjun júní þó það sé ekki endanlega frágengið. Hér má skoða króann og systkini hans.
Annars verð ég nú að fara að taka mig á í blogginu - þetta gengur ekki!
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má ekki gera manni svona!!! Ég get svarið það að hjartað missti úr slag...áður en ég fattaði um hvað málið snerist
En við óskum henni Önnu Regínu og fjölskyldunni allri til hamingju með væntanlegan fjölskyldumeðlim. Þetta er algjört krútt og Nói er rosalega flott nafn! Hlökkum til að sjá hann (veit ekki með Rebekku samt) og restina af fjölskyldunni í sumar
Aðalheiður Haraldsdóttir, 26.4.2007 kl. 19:57
Ég tek undir með Heiðu - þetta má ekki gera manni. Bara búinn að lesa fyrstu línuna og strax farinn að kalla í konuna til að segja stóru fréttirnar. Sem eru reyndar ekkert litlar, en samt. Óskum ykkur til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
Steinarr Bjarni Guðmundsson, 26.4.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.