Laugardagur, 7. apríl 2007
Hryðjuverk bankanna
Ég lenti í svona yfirheyrslu á dögunum. Ég fékk fyrsta símtalið frá Kaupþingi þegar ég var úti London á dögunum, var að ráfa um einhverstaðar í Chinatown, búinn að fá mér einn eða tvo öllara og bað bankamanninn vinsamlegast að hringja síðar. Svo hringði hann nokkrum sinnum þegar ég var kominn heim og hélt miklar og langar ræður um það að Kaupþing væri æðislegasti bankinn á Íslandi í dag. Ég lét loks til leiðast og ákvað að prófa að stofna til viðskipta í þessum banka. Um leið og ég hafði sagt "BINGÓ" hófst þessi bráðskemmtilega yfirheyrsla sem bæði ég og bankamaðurinn hlógum að. Við pössuðum okkur þó báðir að fara ekki fyrir strikið í gríninu því hann hafði tjáð mér í upphafi allra þessara símtala að þau væru hljóðrituð vegna einhverra gæða- og öryggisstaðla í bankanum. Það var semsagt svona hálfgerð mafíulykt af þessu öllu saman.
En þegar talað er um banka og hryðjuverk í sömu fréttinni þá dettur mér nú fyrst í hug að íslensku bankarnir séu í raun að fremja hryðjuverk á landanum. Vaxta- og þjónustugjaldapíningin sem viðgengst í þessu landi á sér nánast hvergi hliðstæðu í heiminum og er ástæða erfiðleika margra heimila og fyrirtækja í fjármálum. Svo ekki sé nú talað um bölvaða verðtrygginguna sem er eins og kjarnorkusprengja í höndum hryðjuverkamannanna.
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem er svo snilldarlegt við hryðjuverk bankanna er að þau eru "lögleg", svipaða sögu er að segja með tryggingafélögin, geta einhliða hækkað eins og þeim sýnist án þess að neytendur hafi nokkuð um það að segja "lögbundna ökutækjatrygginu" Lögvernduð glæpastarfsemi!! Hvar er þetta lýðræði í þessu landi? Þvingaðar einhliða hækkanir? Hvað er eigninlega að hérna? Þetta er algjört einræði!
Vilborg Eggertsdóttir, 7.4.2007 kl. 17:45
Rakst á nokkuð athyglisvert um daginn. Gamla greiðsluseðla fyrir líftryggingunni okkar. Árið 2003 var iðgjaldið 25.000 krónur en er 40.000 í ár eða 60% hærra. Skýringin: Iðgjaldið er verðtryggt. Hið merkilega er að líftryggingarupphæðin, sem líka er verðtryggð, hefur frá 2003 hækkað úr 10,5 milljónum í 11,2 eða um tæp 7% Það væri gaman að fá útskýringu á þessum mismun!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 10:40
Iðgjald líftrygginga hækkar líka eftir því þú eldist, það gæti verið a.m.k. hluti af skýringunni.
Heiðar Sigurðsson, 8.4.2007 kl. 10:48
Ég trúi því skrambakornið ekki að sú staðreynd að ég hef elst um 4 ár á tímabilinu skýri 53% mun. Nema þeir telji í hundaárum eða einhverju álíka!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.