Miðvikudagur, 14. mars 2007
Að bregða undir sig betri fætinum
Ég skrifaði um daginn um íþróttagreinina Lífsgæðakapphlaup og hvað hún væri stórhættuleg öllum sem hana stunduðu. Í sömu grein kom fram að ég hef sjálfur stundað badminton í vetur og var reyndar að mæla með að menn hættu að stunda áðurnefnt kapphlaup og skelltu sér frekar í hnitið.
Í gær var hörku badmintonæfing í Mánagarði eins og alltaf á þriðjudögum. Þar mættu þessir helstu snillingar eins og Valdi Einars, Páll sýslumaður Brói o.fl. Æfingin fór vel af stað, svitadroparnir létu ekki á sér standa, hraðinn var mikill og menn voru jafnvel farnir að slá tvær flugur í einu höggi. En svo gerðist það í miðjum leik með Páli Björnssyni sýslumanni að eitthvað small í hægri fætinum á mér. Ég hélt fyrst að sólinn á skónum mínum hefði farið í sundur en þegar ég sá að hann var stráheill fékk ég ægilegan verk í ilina.
Nú það er skemmst frá því að segja að nú stjákla ég um með tvær hækjur mér til aðstoðar. Eitthvað í ilinni (sem ég man ekki hvað heitir á latínu) slitnaði eða tognaði og get alls ekki stigið í hægri fótinn. Óneitanlega setur þetta smá strik í reikninginn með Londonferðina en það má kanski segja að nú geti ég í orðsins fyllstu merkingu brugðið undir mig betri frætinum
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hörmung er að heyra þetta! Minnir mig á góðan en afar seinheppinn vin sem mátti varla hugsa um að fara til útlanda án þess að slasast. Vona að þetta tefji ekki för þína til Lundúna þó að þetta verði þér kannski fjötur um fót í búðar/pöbbaröltinu? Krya på dig!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 20:04
"fall er fararheill" vona að ferðin verði góð þrátt fyrir hækjur hefur þá góða afsökun fyrir að sitja á pöbbunum og sleppa búðarápinu :o) sumir kk myndu telja þig stálheppinn að hafa svona góða og gilda afsökun.
en amk vonandi áttu góða ferð fyrir höndum.
Áslaug (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:17
Ég þekki fyrverandi íslandsmeistari í hniti sem spilar golf með þokkalegum árangri. Gæti hentað þér. Hver skyldi vera að lesa bloggið þitt:)
Björn Heiðdal, 16.3.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.