Skápurinn

Ég ætla aðeins að bæta við pælingarnar með að "koma út úr skápnum" sérstaklega í ljósi athugasemdarinnar frá Skúla við síðustu færslu.  Þetta er afar góð athugasemd og ég er búinn að hugsa mikið um hana.  Ég hef samt komist að því að hún er ekki alveg rétt því ég held að skápurinn geti BARA verið læstur innanfrá.  Hann er aldrei læstur utanfrá en við HÖLDUM kannski að hann sé það og að við getum ekki opnað hann þess vegna.  En ástæðan fyrir því að við eigum kannski erfitt með að opna hann er að við erum svo hrædd við það sem bíður okkar fyrir utan skápinn og höldum honum því vel læstum INNANFRÁ.  Þessa hræðslu þarf að yfirvinna og opna síðan skápinn og stíga stoltur út tilbúinn að takast á við hvaðeina sem bíður fyrir utan.  Ég veit mæta vel að þetta er erfitt skref og það er sennilega ekki rétt að taka það nema að maður sé 100% tilbúinn til þess.  En eins og ég hef sagt í fyrri bloggfærslum er það mín reynsla að þetta er farsælt skref, fyrst og fremst fyrir mann sjálfan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Frábær færsla hjá þér og takk fyrir góða stund í kvöld

knús

Svanhildur Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Þarna hittirðu naglann svo vel á höfuðið að það mætti halda að þú hafir fengist við smíðar fyrr á árum!!!

Skúli Freyr Br., 14.2.2008 kl. 09:41

3 identicon

Já, hvernig er það Heiðar, vannst þú ekki einu sinni við að smíða hurðar ásamt öðru? Þetta er alveg nákvæmlega málið

kveðja

Anna María (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:12

4 identicon

Heill og sæll minn kæri og takk fyrir að deila þessu með okkur hinum. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Maður hefur alltaf mestu áhyggjurnar sjálfur en umræðan er þörf. Er búin að vera  mikið að lesa um þetta í skólanum og þurfti að leggja fram verkefni um geðsjúka. Byrjaði á því að segja bekknum mínum frá því að maður gæti ekki bent á það hverjir væru veikir í þessum skilningi því að við erum ekki með hækjur eða sárabindi eða með hendurnar í fatla. Það kom bekkjarsystkynum mínum verulega á óvart að ég þessi líka orkuboltinn sem alltaf er brosandi og syngjandi væri búin að vera að taka geðlyf í fleiri fleiri ár. Við erum nefnilega með svo góðar grímur. Haltu áfram að opna umræðuna ef að hún gerir þér gott. Skápar eða eitthvað annað... Það er alltaf glæta þarna úti. Baráttukveðjur frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:34

5 identicon

Sæll Heiðar minn. Frábærar síðustu færslur hjá þér. Hugrekki og kjarkur. Ekkert annað. Annars ligg ég bara í flensunni og er búin að gera síðan á sunnudag. Ætla mér nú að reyna að fara á fætur á morgunn. Hopefully.. :)  :)

Imsland (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Heiðar. Takk fyrir að deila þinni reynslu. Það er alltof algengt að fólk sé sett á lyf eftir nokkurra mínútna viðtöl og það sé síðan á þeim árum saman. Þekki það í minni fjölskyldu. Mikilvægt er að koma strax að þjálfun í að velja sér góðar hugsanir og tilfinningar til að setja á hugarfóninn. Gangi þér allt í haginn. Mbk.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband