Kallinn að vakna til lífsins á ný

Jú góðir hálsar, ég er á lífi.  Ég hef fengið að heyra það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar síðan 26. febrúar s.l. að nú þurfi ég að fara að skrifa nýja færslu á bloggið.  Það er eflaust alveg rétt, en ég hef bara ekki verið í stuði til þess.  Nú er vorið hinsvegar að koma og með vorinu eykst stuðið og þá hlýtur að fara að koma færsla ;)

Ég hef verið í flensu s.l. 4 daga og þegar þannig er ástatt finn ég mér oft eitthvað tilgangslaust að gera.  T.d. var ég að dunda mér við það í dag að breyta útlitinu á blogginu mínu og nú væri gaman að heyra álit fólks á því.  Myndin í hausnum er að sjálfsögðu tekin í Himnaríki á Jörð, Stafafellsfjöllum í Lóni, og á henni má sjá undirritaðan teygja úr sér fyrir framan Grænu höllina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Bjart og flott útlit, vona nú að þér fari að batna, farðu vel með þig

Svanhildur Karlsdóttir, 18.4.2008 kl. 03:46

2 identicon

Hæ hæ loksins loksins var farin að hafa stórar áhyggjur af þér kallinn minn. Vona að þú sért að braggast. Græna höllin í himraríki og þú svalur. Bestu kveðjur til púkanna á leirunni..... Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:29

3 identicon

Myndin er allsæmileg, en væri örugglega betri ef fyrirsætan væri önnur.  T.d ég.  Hehe

Bið að heilsa Frissi 

Friðrik Þór Ingvaldsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:15

4 identicon

Flott nýja lúkkið og gaman að þú ert farin að blogg aftur:)

Anna Jóna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband