Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Stóru steinarnir fyrst!
Eins og fram hefur komið hér á þessu bloggi hafa mín geðrænu vandamál verið greind sem geðhvörf 2. Í stuttu máli lýsir þetta sér þannig að geðslag sveiflast upp og niður þannig að ég upplifi þunglyndi og örlyndi til skiptis. Munurinn á geðhvörfum og geðhvörfum 2 er fyrst og fremst sá að örlyndið er ekki eins sterkt og afgerandi hjá þeim sem eru með geðhvörf 2. Ég hafði t.d. ekki áttað mig á því að ég ætti það til að fara í örlyndisástand fyrr en ég fór til geðlæknisins og hann gerði þessa greiningu. Ég reyndi m.a.s. að þræta fyrir þetta í fyrstu en svo kom þetta auðvitað allt heim og saman við líðan mína og hegðun til margra ára.
Þegar ég er í örlyndisástandi eru hlutirnir yfirleitt mjög einfaldir og þægilegir. Allt virðist mögulegt og lífið býður ekki upp á neitt nema stórkostleg tækifæri. Í svona ástandi er "já" eina svarið sem kemur til greina við nánast öllu sem býðst en skynsemin er oft víðs fjarri. Örlyndið er nefnilega eins og góður sólskinsdagur sem varir ekki að eilífu og oft á tíðum fylgir rigningarsuddi og rok í kjölfarið. Þá vill það oft verða svo að maður fær öll "já-in" í bakið og situr uppi með alltof mikið af allskonar verkefnum sem valda manni miklum kvíða og áhyggjum.
Þessa dagana er ég að velta mikið fyrir mér forgangsröðun í lífinu almennt. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla að hafa forgangsröðina á hreinu, sérstaklega ef menn eiga það til að finna fyrir kvíða, þunglyndi eða slíkum kvillum. Í því sambandi má benda á sjötta geðroðið sem hljóðar á þessa leið: "Flæktu ekki líf þitt að óþörfu". Það að hafa forgangsröðunina á hreinu auðveldar manni líka að segja já og nei á réttum augnablikum.
Ég heyrði góða dæmisögu um daginn sem fjallar um forgangsröðun. Sagan er þannig að ef þú ert með stóra tunnu og setur fullt af stórum steinum í hana, er hún þá full? Flestir svara sennilega: "Nei, það er fullt af glufum milli steinanna". Það er einmitt málið, það má setja fullt af minni steinum í glufurnar á milli stóru steinanna. En þegar búið er að því, er tunnan þá full? Nei, það eru ennþá glufur á milli steinanna sem má t.d. fylla upp með sandi. En þegar sandurinn er kominn í tunnuna, er hún þá full? Nei það er enn pláss sem á fylla upp með vatni. Þegar það er búið getum við sennilega verið sammála um að tunnan sé loksins full. En hvað hefði gerst ef við hefðum sett sandinn og vatnið fyrst í tunnuna? Þá hefðu stóru steinarnir ekki komist fyrir í tunnunni!
Að lokum við ég þakka þeim sem hafa gert athugasemdir við undanfarnar bloggfærslur, haldið því áfram, það er gaman að heyra frá ykkur.
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér og dæmisagan góð
sjáumst í kvöld
Svanhildur Karlsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:30
Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína.
kveðja
Anna María (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 08:38
Hæ Heiðar...... Takk fyrir fínan pistil. Bara kvitta fyrir komuna. Fylgist með ykkur og sendi ykkur góða strauma..... alltaf í stuði Bestu kveðjur Svava í DK....P.S. Gangi ykkur nú vel með blúsinnnnnnn
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:44
Dæmisagan er fín. Það væri margt öðruvísi í heiminum ef menn hefðu þessa dæmisögu í huga öðru hvoru.
Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:33
Góður pistill um flókið fyrirbæri. Mér finnst þú vera að feta veginn nokkuð öruggur. Haltu því áfram með góðra manna hjálp og meðfæddu góðu skapi.
Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.