Föstudagur, 30. mars 2007
Löggan á Íslandi er kúl
Ég hef fylgst spenntur með umfjöllun Kastljóss um lögregluna undanfarin kvöld. Þetta hefur verið mjög fróðlegt og á köflum átakanlegt fyrir sveitamann eins og mig sem aldrei hefur komist í kast við lögin almennilega og aldrei augum litið þessa svokölluðu Undirheima sem Kastljós hefur verið að heimsækja í fylgd fíkniefnalögreglunnar. Hápunkti fannst mér umfjöllunin ná í gærkvöldi þegar fylgst var með sérsveit lögreglunnar. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki gert mér grein fyrir að við ættum sérsveit eins og þessa hér á Íslandi. Ég hélt að svona væri bara til í bíó og kannski einhversstaðar í útlöndum. Þetta eru greinilega vel þjálfaðir og sérfróðir menn á sínu sviði og ég vildi ekki mæta þeim í myrkri ef ég hefði eitthvað misjafnt í pokahorninu.
Mér skilst að Kastjós ætli að fjalla meira um sérsveitina á næstunni og er ég ánægður með það. Ég held að það sé ákveðin forvörn fólgin í því að fræða fólk um starfsemi hennar fyrir utan að ég er örugglega ekki einn um að vita lítið um þessi mál.
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar við komum til Malmö frá London þarna um daginn var fíkniefnalögregla staðarins mætt á svæðið með leitarhunda sem þefuðu af öllum töskunum þar sem þær runnu eftir færibandinu og maður fylgdist svolítið spenntur með. Hvað myndi gerast ef þeir fyndu eitthvað? Mér fannst frábært að hafa þetta svona sýnilegt fyrir ferðalanga, ég hef ekki séð það áður - menn reyna þá kannski síður að smygla fíkniefnum eftir þessari leið.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 30.3.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.