Sunnudagur, 25. mars 2007
Mér finnst rigningin góð
Þeir sem þekkja mig vita væntanlega flestir að mér finnst rigning betri en margt annað. Mitt uppáhaldsveður er t.d. grenjandi rigning í logni og það vill svo skemmtilega til að það er einmitt þannig veður á Hornafirði í dag. Ég hélt upp á það með því að bruna smá rúnt í Lónið með frúnni og það var að sjálfsögðu örlítið betra veður þar, meiri rigning og meira logn
Þegar við tölum um Lónið erum við að tala um Stafafellsfjöll í Lóni en þar er sumarbústaðasvæði Hornfirðinga. Við eigum semsagt lóð í Lóninu og draum um að byggja þar sumarhús áður en æfin er öll. Þetta smá kemur, búið að gróðursetja helling af trjám, búa til grasbala, göngustíga og fleira í þeim dúr. Í vor er ætlunin að koma niður rotþró og jafnvel eitthvað fleira.
Stefnan er að vera mikið í Lóninu í sumar, engin utanlandsferð á dagskrá þetta sumarið og við ákveðin í að halda ferðalögum innanlands í lágmarki a.m.k. hvað vegalengdir varðar.
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.