Mér finnst rigningin góð

Þeir sem þekkja mig vita væntanlega flestir að mér finnst rigning betri en margt annað.  Mitt uppáhaldsveður er t.d. grenjandi rigning í logni og það vill svo skemmtilega til að það er einmitt þannig veður á Hornafirði í dag.  Ég hélt upp á það með því að bruna smá rúnt í Lónið með frúnni og það var að sjálfsögðu örlítið betra veður þar, meiri rigning og meira logn Smile

Þegar við tölum um Lónið erum við að tala um Stafafellsfjöll í Lóni en þar er sumarbústaðasvæði Hornfirðinga.  Við eigum semsagt lóð í Lóninu og draum um að byggja þar sumarhús áður en æfin er öll.  Þetta smá kemur, búið að gróðursetja helling af trjám, búa til grasbala, göngustíga og fleira í þeim dúr.  Í vor er ætlunin að koma niður rotþró og jafnvel eitthvað fleira.

Stefnan er að vera mikið í Lóninu í sumar, engin utanlandsferð á dagskrá þetta sumarið og við ákveðin í að halda ferðalögum innanlands í lágmarki a.m.k. hvað vegalengdir varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband