Mánudagur, 12. mars 2007
Jahérnahér
Samkvæmt þessari frétt voru það alls 28 manns sem komust í kast við lögin í síðustu viku á Seyðisfirði vegna umferðarlagabrota. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru 579 manns 17 ára og eldri (með bílpróf) á Seyðisfirði 31. desember 2006. Ef reiknikunnáttan bregst mér ekki voru það því 4,8% íbúanna sem lentu í löggunni af þessum sökum. Þar að auki voru einhverjir teknir fyrir líkamsárás. Lögreglan telur sig reyndar vita hverjir voru þar að verki, enda ekki svo margir sem koma til greina þegar búið er að stinga öllum þessum ökuníðingum í steininn. Maður spyr sig hvort það hafi virkilega verið vegna veðurs sem Norræna lagðist ekki að bryggju þennan þriðjudag.
Sex teknir fyrir hraðakstur á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sem Seyðifirðingur brá mér við fyrirsögnina! En þetta er "smávægileg" villa hjá MBL. Virðast ekki átta sig á því að umdæmi Lögreglustjórans á Seyðisfirði nær yfir eftirtalda þéttbýliskjarna, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Egilsstaði, Kárahnjúka og Seyðisfjörð. Þetta er gríðarlega stórt umdæmi landfræðilega séð. En ég held að þessar tölur séu úr öllu umdæminu.
Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.