Viðbrögð

Helgin afstaðin og stutt í Lundúnaferð okkar hjóna.  Förum suður á miðvikudagskvöld og út á fimmtudag.  Þetta verður flott, rólegt og gott.  Þetta er í raun matarklúbbsferð þannig að við förum með Valdísi og Braga og hittum svo Óla og Heiðu úti en þau koma frá Svíþjóð.  Ég efast ekki um að þetta verði skemmtilegt og græna grasið muni verða alsráðandi

Ég lenti á Kúttmagakvöld hjá Lions á um helgina.  Ætlaði nú ekkert að fara en ákvað á síðustu stundu að skella mér.  Þetta var náttúrulega algjört karlrembupartý en það sem stóð uppúr var maturinn.  Ég veit ekki hvað margar tegundir af allskonar fiskréttum, hver örðum betri.  Síðan tók við general bjórþamb og röfl fram eftir nóttu þannig að maður var frekar þreyttur í gær.

Ég er annars mjög ánægður með að vera farinn að fá viðbrögð hér á blogginu.  Fólk að skrifa í gestabókina og kommentera færslur.  Það er gaman - endilega gera meira af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Jebb - London handan við hornið!  Þið verðið búin að hita aðeins upp og tékka á stemningunni þegar við komum.  Ég pant fá eitthvað annað en kúttmaga í matinn samt.  Svei mér ef maður er ekki kominn með smáferðafiðring (prófaðu að segja þetta eins hratt og þú getur 20 sinnum í röð)  Hlökkum til að hitta ykkur í Lundúnum!!!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband