Fimmtudagur, 8. mars 2007
Kapphlaup
Flestar íþróttir eru hollar fyrir líkama og sál, um það eru sennilega flestir sammála. Í vetur hef ég t.d. sjálfur stundað badminton í góðra vina hópi og hef haft mjög gott af bæði andlega og líkamlega. Í badminton, eins og reyndar í flestum öðrum íþróttum, felst töluverð keppni og þó menn spili sér mestmegnis til gamans og jafnvel megrunar þá fær keppnisskapið að njóta sín til hins ítrasta og útrásin er gífurleg.
Ég veit hinsvegar um eina íþrótt sem töluvert er stunduð af okkur Íslendingum, og örugglega fleiri þjóðum, sem er mjög óholl bæði fyrir líkama og sál. Þessi grein gengur út á að keppendur bera sig og sínar aðstæður stöðugt saman við aðra keppendur og þeirra aðstæður. Leikurinn er síðan drifinn áfram af öfund og óánægju og eru keppendur í stöðugri leit að grænna grasi. Flestir tapa í þessari íþrótt og reyndar geta þeir einir talist sigurvegarar sem hætta keppni.
Þessi íþróttagrein kallast í daglegu tali LÍFSGÆÐAKAPPHLAUP og eins og áður sagði kannast sennilega flestir Íslendingar við að hafa keppt í henni einhverntíma. Fólk leggur náttúrulega mismikið á sig í keppninni, sumir kaupa stóra jeppa, sumir kaupa húsbíla og sumir flytja jafnvel til annara landa í leit að grænna grasi.
Ég neita því ekki að ég hef stundað þessa íþrótt eins og flestir Íslendingar. Ég ætla mér hinsvegar að komast í hóp sigurvegara í þessari stórhættulegu íþróttagrein og stefni nú að því hörðum höndum að hætta keppni. Ég skora á þá sem þetta lesa að gera slíkt hið sama og fara í staðinn t.d. að spila badminton.
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ hæ "Heisi" (þetta hef ég nú aldrei heyrt áður) við erum gestir á síðunni hennar Heiðu svo að það var bara með mig eins og köttinn... ég varð að svala forvitni minni. Já mikill er keppnisandinn í landanum sem lýsir sér í því sem þú telur upp í blogginu þínu. Ég eða við öllu heldur erum þeir sem að leita að græna grasinu. Það er á vissan hátt grænna grasið hérna megin eða hefur að öllu leyti haldist grænt allt árið. Hins vegar er allt annar stíll á dananum og örugglega svíanum líka...(Spurðu marason) en við pössum ágætlega inní þetta hérna. Keyrum um á 12 ára gömlum bíl og huggum okkur eftir vinnu... Við erum reyndar bara í sveitinni eins og á Hornafirði. Það væri ekki hægt á gamals aldri að fara að búa í Köben..Þar er lífið rétt eins og í Reykajvík og prísarnir líka. En eins og Heiða sagði þá fær maður rétt rúmlega tvær fyrir eina í pizzum hér í danaveldi... Þið finnið út úr því þegar þið komið í heimsókn til okkar..
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:47
Já, það er rétt að lífsgæðakapphlaupið getur verið stórhættulegt. Reyndar er þetta nú orðið lífsgæðamaraþon hjá mörgum! Ég fór yfir í græna grasið - en í hverju er þetta græna gras hérna eiginlega fólgið? Það er nefnilega ekki fólgið í veraldlegum auðæfum, heldur í því að hér er ekkert svona maraþon í gangi. Öllum er alveg nákvæmlega sama um það á hvort þú ferð leiðar þinnar á jeppa eða ryðguðu reiðhjóli, hvort þú átt stórt hús eða leigir í blokk o.s.frv. Engin samkeppni, engin öfund - allir bara glaðir með sitt og menn metnir að eigin verðleikum!! Þá sprettur grasið líka og dafnar vel Svo óska ég þér alls hins besta í badmintoninu!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.