Fimmtudagur, 8. mars 2007
Ísland, best í heimi!
Jæja þá er það heila-morgunleikfimin. Ég datt niður á þann ansi sniðuga fídus á mbl.is í gær að hægt er að blogga um fréttir sem þeir birta. Þessi frétt um heimsmetstilraun mentskælinga á Ísafirði finnst mér sniðug og ég vona innilega að þeim takist að setja þetta heimsmet. Hinsvegar finnst mér þetta er nú háfl fíflaleg "grein" til að setja heimsmet í en það má kanski segja að öll athygli sem svona landsbyggðarskóli fær sé af hinu góða fyrir hann og ég reikna með að það sé nú einmitt það sem þetta snýst um hjá þeim.
Mér dettur í þessu sambandi í hug smá atvik sem gerðist þegar ég var ungur drengur í Heppuskóla. Í kjölfar könnunar á tóbaks- og vímuefnanotkun nemenda í grunnskólum landsins kom í ljós að í Heppuskóla reyktu flestir nemendur hlutfallslega á landsvísu (þetta gamla góða "miðað-við-höfðatölu"). Þetta vakti það mikla athygli að einhver útvarspmaður hafði samband við skólann og tók viðtal við einn nemandann um málið. Og þegar nemandinn var spurður hvað honum finndist nú um að skólinn hans væri sá skóli á landinu þar sem mest væri reykt, svaraði hann hróðugur: "Tja, er ekki gott að vera bestur í einhverju?"
Menntskælingar reyna að slá heimsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha,góður þessi Líst nú bara nokkuð vel á þetta blogg hjá þér áfram svona.
Áslaug (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 18:41
Þú kemur sterkur inn í bloggheiminn, gamli félagi!! Og ég er 100% sammála þér með tómatana
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.