Miðvikudagur, 7. mars 2007
Tannlæknafóbía
Ég var einusinni skíthræddur við tannlækna. Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeim aldri sem maður er að missa barnatennurnar, lenti ég í því að fullorðins-framtennurnar í efrigóm voru óeðlilega lengi að koma í ljós. Ég var tannlaus og essss-mæltur í heilt sumar í sveitinni og þegar ég kom heim um haustið fór mamma með mig til Sigga Tann í skoðun. Ég fékk tíma stuttu síðar þar sem kallinn ætlaði að skera fyrir framtönnunum. Ég hef nú sennilega ekki haft mikið vit á því hvað hann ætlaði að fara að gera og því síður áhyggjur en þegar hann rak framan í mig hnífinn og sagði "Sjáðu, hann er alveg flugbeittur. Ég er búinn að vera að brýna hann í alla nótt!" stífnaði ég allur upp og varð alveg skíthræddur. Eftir þetta var ég með þvílíka tannlæknafóbíu sem fór ekki af mér fyrr en ég komst nær viti og árum og áttaði mig á því að þetta hafði verið ákveðin hughreysting hjá Sigga og hann vildi bara láta mig vita að ég finndi ekki fyrir aðgerðinni því hnífurinn væri svo beittur.
Kanski hefur þessi vesalings fangi lent í einhverju svipuðu - hver veit.
Fangi strauk frá tannlækninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þessi fréttaflutningur skondin þar sem ég varð vitni af þessu.
Skil nú samt alveg tannlæknafóbíu
Solla Guðjóns, 10.3.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.