Sunnudagur, 4. mars 2007
Meiri blús
Jæja þá er þessi mikla blúshelgi á enda. Þetta var nú meiri snilldin! Ég er búinn að vera að reyna að í allan dag að lýsa ótrúlegu mómenti sem átti sér stað kl. c.a. 1:05 í gærkvöldi í Sindrabæ þegar Jump4Joy og Mood voru komin í allsherjar blúsjamm auk Önnu Lilju trompetleikara. Mér hefur hinsvegar ekki tekist að koma neinum vitlegum orðum yfir þessa ótrúlegu upplifun. Þetta var svona móment sem er ekki hægt að lýsa en þeir sem voru á staðnum vita hvað ég er að tala um.
Það er líka erfitt að lýsa tónleikum Jump4Joy, en þeir héldu tónleika fyrir troðfullu húsi í gærkvöldi og svo aðra seinnipartinn í dag fyrir mjög þéttsetnu húsi einnig. Þetta eru ósviknir snillingar og eins og Sigurður Mar félagi minn orðaði það svo skemmtilega í kynningu sinni í dag: Sambland af uppistandi, leikriti og tónlist! Mér heyrðist þeir félagar vera mjög sáttir með heimsókn sína hingað til Hornafjarðar þegar við kvöddumst seinnipartinn í dag og ég held að flestir Hornfirðingar hafi einnig verið mjög sáttir með heimsókn þeirra hingað.
Svona í lokin langar mig að þakka öllum sem komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt kærlega fyrir frábæra helgi. Tónleikagestir, starfsfólk og tónlistarfólk, þetta var MAGNAÐ HELVÍTI!
Um bloggið
Heiðar Sigurðsson
Bloggvinir
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Sigfinnsson
- Gestur Kristmundsson
- Grétar Örvarsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Kári Sölmundarson
- Ottó Marvin Gunnarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurpáll Ingibergsson
- Skúli Freyr Br.
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Þórbergur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.