Þetta gengur ekki!

Það gengur ekkert að blogga.  Reyndar skil ég ekki fólk sem getur bara bloggað og bloggað dag eftir dag.  Ég hef bara ekki sjálfsaga í svoleiðis lagað, eða kanski er tjáningarþörfin bara í svo miklu lágmarki.  Nema ef vera skildi að ég fái bara næga útrás fyrir tjáningarþörfina á öðrum vettvangi, maður er svosem alltaf rífandi kjaft við einhverja einhversstaðar.

Annars ætti nú ekki að vera vandamálið að blogga eitthvað þessa dagana.  Nóg um að vera, blúshátíð og allt mögulegt.  Var að koma heim af fyrstu tónleikunum sem voru bara fjandi fínir.   Bergþór Smári bara mjög góður en tónleikagestir hefðu mátt vera lítiðeitt fleiri.  Svo byrjar fjörið bara kl 10 í fyrramálið þegar Beggi ætlar að spila fyrir grunnskólakrakkana.  Kl. 15:30 verður blúsmóment í Miðbæ þegar Nettó afhendir okkur í Hornfirska skemmtifélaginu veglegan peningastyrk - ekki veitir nú af í öllum þessum blúslátum.  Síðan er blúsdjamm í Sindrabæ kl. 16 og svo bara blús um allan bæ langt fram á nótt.  Held þetta verði magnað þó það sé auðvitað pínu stress yfir þessu öllu saman; virka nú allar græjur, mæta einhverjir á tónleikana o.s.frv. o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband