Göngum, göngum

Í maí höfum við farið tvisvar í fjallgöngu.  Í bæði skiptin var gengið um Stafafellsfjöllin sem okkur þykja ægifögur eins og fram hefur komið á þessu bloggi.  Í nokkur ár höfum við bara talað um að það gæti verið gaman að príla upp á þessi fjöll og skoða sig um, en einhverra hluta vegna hefur ekki orðið af því fyrr.  En það var eins og við héldum, þetta er gríðarlega gaman og ég gæti best trúað að við séum komin með nýja dellu.  Svo er þetta líka hollt og gott og öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessu.  Til gamans set ég hér myndir úr göngunni sem við fórum í s.l. sunnudag.

 

Fjallganga í Lóni 25. maí 2008

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Já, Stafafellsfjöllin eru engu lík!  Frábærar myndir - ekki laust við að þær kalli fram söknuð eftir víðáttum Íslands!  Og auðvitað fólkinu

Bestu kveðjur héðan úr skóginum

Aðalheiður Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband